25. maí

Nú átti einungis eftir að setja arma á stólinn. Tókum tvær spítur og pússuðum þær vel og vandlega svo þurftum við að fræsa þær svo við gætum límt þær á stólinn. Við þvinguðum armana fasta svo þeir myndu örugglega límast á.

24. maí

Sessan sem við keyptum þuftum við nú að setja í stólinn við þurftum að klippa úr endanum og sníða hana að stólnum svo festum við hana örugglega með heftibyssu. Við límdum líka hnappana á skrúfurnar.

23. maí

Í byrjun dags boruðum við göt fyrir skrúfurnar síðan þvinguðum saman allann stólinn bakið, setan og tvær hliðar. Þegar allt var komið á réttann stað boruðum við skrúfurnar í götin.

22. maí

Við fundum efni í setuna og ákváðum að hafa 3 plötur til að hafa hana svolítið sterka. Við límdum hana saman og negldum og þvinguðum þetta svo saman svo hún yrði þétt.

21. maí

Sá dagur var hvíldar dagur. Eftir erfiða viku var ein helgi ekki nóg í hvíld þannig víð mættum endurnærðir næsta dag.

18. maí

þennan föstugad byrjuðum við seint og enduðum snemma. eitthvað var þó unnið og við fínpússuðum hliðarnar og boruðum götin.

17. maí

Við byrjuðum að smíða þennan daginn. Söguðum hliðarnar út og kantlímuðum þar sem þar þurft.

16. maí

Nú urðum við kaupa sessu í stólinn. Við fengum strætó miða hjá Ingibjörgu aðstoðarskólastjóra og skelltum okkur í IKEA. Við fundum það út ferðin tæki u.þ.b. klukkutíma og lögðum því snemma af stað. Leiðin til IKEA gekk vel þangað til að við komum að einum skólanum í garðabæ. Stendur þar ekki 50 manna hópur af Finnum. Að sjálfsögðu kunna þeir ekkert í íslensku og reyna þeir að tala við bílstjórann með einhverrju fingramáli. Ekki varð það betra þegar einhverrjar mjög pirrandi stelpu skjátur úr skólanum við hliðina reyndu að blanda sér í málið. Algjör vitleysa, 20 min. í vaskinn. En á endanum komust við til IKEA þótt við pirraðir værum því einhver serbi sem var bílstjóri á næsta strætó sem við tókum hellti sér yfir okkur vegna tafarinnar. Ekki nóg með það kunni hann mjög lítið í íslensku þannig við skilltum ekkert. En semsagt keyptum við sessuna og komum í skólann til baka seint og síðar meir.


15.maí

stóllinnÞessa mynd var stuðst við.

15.maí

Á öðrum degi kláruðum við að hanna stólinn. Við urðum  að hafa hann auðveldanSTÓLLINN2n þar sem við erum óvanir smiðir. Við hönnuðum hann þannig að við notumnðum eina heila spítu í hann allan. Siggi smíðó fór yfir teikningarnar og fínpússaði þær.


Næsta síða »

Um bloggið

Sverrir Þór Garðarsson

Höfundur

Sverrir Þór Garðarsson
Sverrir Þór Garðarsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • STÓLLINN2
  • stóllinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband